Fréttir


Fréttir

Rannsóknarskýrsla um umferðarútvarp

14.11.2012

EFLA kynnti á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar, föstudaginn 9. Nóvember, rannsóknarverkefnið "Umferðarupplýsingar til vegfaranda um bílútvarp".
  • Maður undir stýri

Skýrslan var unnin af Kristni Haukssyni og Reyni Valdimarssyni af Iðnaðarsviði EFLU, í samstarfi við Þjónustudeild Vegagerðarinnar. Verkefnið hefur verið á stefnuskrá þjónustudeildarinnar um árabil, en styrkur fékkst til skýrslugerðarinnar frá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar, nú í vor.

Í skýrslunni er fjallað um mögulegar tæknilegar lausnir til miðlunar umferðarupplýsinga til vegfaranda, um bílútvörp, GPS tæki og snjallsíma. Einnig var skoðað hvernig þessar lausnir eiga við á Íslandi og fjallað um mögulega innleiðingu þeirra ásamt grófu kostnaðarmati.

Í frétt RÚV þann 11. Nóvember síðastliðinn má lesa nánar um verkefnið og tengd málefni: tengill inn á RÚV.