Rannsóknarverkefni: Endurheimt staðargróðurs
Verkefnið sem um ræðir er hluti af rannsóknarverkefni sem Landsvirkjun styrkir.
Þar er lagt mat á mögulega endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum.
Fram til þessa hafa takmarkaðar rannsóknir farið fram á framvindu hálendisgróðurs þar sem beitt er saman þekkingu á gróðurvistfræði og garðyrkjutækni.
Leitað er svara við spurningum eins og hvernig megi lágmarka rask vegna framkvæmda og endurnýta staðargróður með sérstakri áherslu á mosa, lyng og annan algengan gróður.
Enn fremur:
Hvernig er best sé að standa að upptöku og flutningi á gróðurlagi frá framkvæmdasvæðum, geyma það tímabundið með því markmiði endurleggja það á fyrri svæði eða ný.