Fréttir


Fréttir

Risaplata steypt

27.5.2009

Nýlokið er við járnalögn og uppslátt á 7000 fermetra botnlötu undir fyrirhugaðan bílakjallara Tónlistarhússins í Reykjavík.

  • Harpa Bílastæðahús

Steypuvinna hófst eldsnemma miðvikudagsmorguninn 20. maí og stóð yfir í meira en sólarhring .

Áætlað steypumagn er um 3500 rúmmetra í þessa 50 sm þykka plötu.

Þess má geta að í botnplötu tónlistahússins voru steyptir um 2500 rúmmetrar.

Það var stærsta samfellda steypuverk sem lokið hafið verið á Íslandi og er því nýtt met slegið með nýloknu verki.

EFLA sér um hönnunar- og framkvæmdaeftirlit við Tónlistarhúsið og hefur undanfarið unnið við úttektir á plötunni og gætir þess að allt sé unnið samkvæmt fyrirskrifuðum teikningum og verklýsingum hönnuða.