Fréttir


Fréttir

Samfélagssjóður EFLU styrkir átta verkefni

18.12.2014

Samfélagssjóður EFLU veitti nú í desember sína fimmtu úthlutun.
  • Samfélagssjóður EFLU 2014
Samfélagssjóður EFLU veitti nú í desember sína fimmtu úthlutun. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Samtals bárust 67 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu átta verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Verkefnin eru:

  1. Bergmál - vegna starfsemi félagsins að Sólheimum í Grímsnesi.
  2. Skákfélagið Hrókurinn - vegna margvíslegra og fjölbreyttra góðgerðarverkefna félagsins.
  3. Hjálparstarf Kirkjunnar - vegna fjárhagsstuðnings tengdum námi framhaldsskólanema.
  4. VISS vinnu- og hæfingarstöð - vegna kaupa á iðnaðarsaumavél fyrir skjólstæðinga.
  5. Íþróttastærðfræði - vegna útgáfu á námsefni í stærðfræði fyrir nemendur með námsörðugleika.
  6. Samhjálp - vegna matargjafa fyrir hátíðirnar.
  7. Matarúthlutun Norðurland - vegna matarúthlutunar fyrir hátíðirnar
  8. Matarúthlutun Austurland - vegna matarúthlutunar fyrir hátíðirnar

Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið um kring en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti.