Samfélagssjóður EFLU styrkir átta verkefni
Verkefnin eru:
- Bergmál - vegna starfsemi félagsins að Sólheimum í Grímsnesi.
- Skákfélagið Hrókurinn - vegna margvíslegra og fjölbreyttra góðgerðarverkefna félagsins.
- Hjálparstarf Kirkjunnar - vegna fjárhagsstuðnings tengdum námi framhaldsskólanema.
- VISS vinnu- og hæfingarstöð - vegna kaupa á iðnaðarsaumavél fyrir skjólstæðinga.
- Íþróttastærðfræði - vegna útgáfu á námsefni í stærðfræði fyrir nemendur með námsörðugleika.
- Samhjálp - vegna matargjafa fyrir hátíðirnar.
- Matarúthlutun Norðurland - vegna matarúthlutunar fyrir hátíðirnar
- Matarúthlutun Austurland - vegna matarúthlutunar fyrir hátíðirnar
Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið um kring en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti.