Fréttir

Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 7 verkefna

Úthlutun, Styrkur, Sjóður, Samfélagssjóður, Umsóknir, Fjárstyrkur

13.6.2019

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt sína þrettándu úthlutun. Að þessu sinni bárust 78 umsóknir og hlutu 7 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

 • vorúthlutun 2019
  Styrkþegar úr Samfélagssjóði EFLU vorið 2019 ásamt Jóni Valgeiri Halldórssyni, formanni úthlutunarnefndar

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru

 • Bandalag íslenskra skáta
  Auka aðgengi jaðarhópa að skátastarfi
 • Birta – Landssamtök foreldra sem misst hafa börn skyndilega
  Fjármögnun á fræðslu og viðburðum
 • Sigga Dögg
  Þáttagerð og fræðsla um kynlíf
 • Plastlaus september
  Til að verkja fólk til umhugsunar um plastnotkun
 • Hlíðarbær dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun
  Koma upp matjurtakössum fyrir skjólstæðinga
 • Íslandsmót iðn- og verkgreina
  Styrkja viðburðinn
 • Rauði krossinn
  Stuðningur við menningarstarf fyrir börn á Eyjarfjarðarsvæðinu

Við óskum forsvarsmönnum ofangreindra verkefna til hamingju með styrkinn og megi þeim vegna sem allra best. Einnig þökkum við öllum þeim sem sóttu um styrk í samfélagssjóð EFLU og minnum á að tekið er á móti umsóknum í sjóðinn allt árið í kring.

Nánar um samfélagssjóð EFLU