Fréttir


Fréttir

Samfélagsskýrsla EFLU 2016 er komin út

15.10.2017

EFLA er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur skuldbundið sig til að fylgja þeim grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð. 

Viðmiðin snúa að mannréttindum, umhverfi, vinnumarkaði og aðgerðum gegn spillingu.

  • Samfélagsskýrsla EFLU 2016
    Samfélagsskýrsla EFLU 2016

Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð er í hávegum höfð hjá EFLU og vinnur fyrirtækið eftir skýrri stefnu varðandi umhverfisvænar lausnir. Fyrirtækið veitir öfluga ráðgjöf í umhverfismálum og leggur mikla áherslu á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni.

Aðild að UN Global Compact hvetur EFLU til áframhaldandi góðra verka á sviði samfélagslegra málefna og umhverfislegra þátta. Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2016 er komin út og þar er að finna upplýsingar um árangur og framgang fyrirtækisins í samræmi við tíu viðmið sáttmálans. Einnig koma fram upplýsingar um mælanleg umhverfismarkmið, dæmi um verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð og lykiltölur græns bókhalds .

Markmið EFLU með aðild að UN Global Compact er að tryggja samþættingu, festu og eftirfylgni með samfélagslegum þáttum í starfsemi fyrirtækisins, og upplýsingagjöf um framvindu og árangur. Að þessum markmiðum mun fyrirtækið vinna af áræðni og metnaði - því hjá EFLU er „allt möguleg“.

Samfélagsskýrsla EFLU 2016

Nánar um samfélagslega ábyrgð EFLU