Fréttir


Fréttir

Samfélagsskýrsla EFLU 2017 er komin út

Samfélagsleg ábyrgð, Global compact

23.5.2018

EFLA hefur gefið út sína þriðju skýrslu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Í skýrslunni er leitast við að taka saman á einum stað helstu áherslur fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð á árinu 2017. 

  • Samfélagsskýrsla EFLU 2017_nytt
    Samfélagsskýrsla EFLU 2017

EFLA er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur þannig skuldbundið sig til að fylgja þeim grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð og í skýrslunni er leitast við að sýna fram á hvernig samfélagsleg ábyrgð EFLU endurspeglast í verkum, stefnum og framtíðarsýn fyrirtækisins. 

EFLA telur að samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni geti aldrei verið sjálfstæðir eða óháðir hlutar í starfsemi fyrirtækisins, heldur verði þeir að vera samofnir eðlilegum og heilbrigðum rekstri. Af þeim ástæðum er sú nýjung í skýrslunni fyrir árið 2017 að þar er að finna samantekt á hinum 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og er leitast við að sýna fram á hvernig þau tengjast inn í skipulag og rekstur EFLU og þeim verkefnum sem unnin eru hjá fyrirtækinu.  

EFLA mun eftir sem áður leitast við að tengja þessi markmið enn betur inn í rekstur fyrirtækisins og mun m.a. hafa þau að leiðarljósi við stefnumörkun EFLU til komandi ára.

Samfélagsskýrsla 2017

Nánar um samfélagslega ábyrgð EFLU