Samfélagsskýrsla EFLU er komin út
Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2018 hefur verið gefin út en í skýrslunni er gerð grein fyrir samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins í verkum, framtíðarsýn og stefnu. Þetta er í fjórða sinn sem samfélagsskýrsla EFLU kemur út en fyrirtækið er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
-
Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2018 er komin út.
Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög en kjarninn í samfélagslegri ábyrgð að sinna hlutverki sínu til gagns fyrir samfélagið. Þannig er samfélagsleg ábyrgð samofin hlutverki EFLU og vill fyrirtækið vera til fyrirmyndar í starfsemi sinni og í forystu um framfaramál í samfélaginu.
Í samfélagsskýrslunni er að finna upplýsingar um starfsemina, árangur og framgang fyrirtækisins sem lúta að 10 viðmiðum Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á hverju ári vinnur EFLA að um 3000 verkefnum og vinnur með um 1200 viðskiptavinum hverju sinni og er ávallt leitast við að benda á umhverfisvæna valkosti í ráðgjöfinni.
Hægt er að skoða samfélagsskýrslu EFLU á vefnum og fá innsýn í helstu verkefni, árangur í umhverfismálum og viðfangsefni í tengslum við samfélagslega ábyrgð.
Samfélagsskýrsla EFLU 2018
Einnig bendum við á alhliða ráðgjöf EFLU í tengslum við samfélagsábyrgð og við stefnumótunvarðandi Heimsmarkmið SÞ