Fréttir


Fréttir

Samkomubrú vígð á Akureyri

Göngubrú, Samkomubrú, Drottningargata

24.8.2018

Fimmtudaginn 23. ágúst var vígð ný göngubrú við Drottningarbraut á Akureyri og hlaut hún nafnið Samkomubrú. Göngubrúin setur sterkan svip á bæinn og verður án efa eitt af kennileitum bæjarins.

  • Samkomubrú
    Samkomubrú við Drottningargötu á Akureyri.

Brúin, sem er 86 m löng og 4 m breið, er hluti af gönguleiðinni eftir sjávarsíðunni við Pollinn. Göngubrúin er yfirbyggð að hluta og því er hægt að standa undir þaki í hvaða veðri sem er og njóta útsýnisins yfir Pollinn.

Harðviður og lerki

Göngubrúin var hönnuð með útlit harðviðarbryggju í huga og er byggð á 50 staurum. Handrið og yfirbygging eru að hluta til úr harðviði og lerki og eru tangir og dekkbitar klæddir með harðviðarplönkum.

Burðarþolshönnun

Hönnun brúarinnar var í höndum Teiknistofu Norðurlands og sá EFLA um burðarþols­útreikninga, hönnunar- og útboðsteikningar, útboðs- og verklýsingar og ráðgjöf vegna framkvæmdanna.

EFLA óskar Akureyringum til hamingju með nýja og glæsilega Samkomubrú.

SamkomubrúSkátar drógu fána að húni við opnun Samkomubrúar.

SamkomubrúFrá opnun göngubrúarinnar.


Fjölmiðlaumfjöllun um nýju brúna á N4