Fréttir


Fréttir

Samstarfssamningur um kolefnisjöfnun og umhverfismarkmið

21.11.2016

EFLA er eitt af 103 íslenskum fyrirtækjum sem hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Grænt fyrirtæki kolefnisminnkun
    Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU og Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar við undirritun samstarfssamnings
Með þessari yfirlýsingu undirstrikar EFLA að áfram verði haldið á þeirri braut sem fyrirtækið hefur markað, að vera í forystu bæði í eigin starfsemi og ráðgjöf í umhverfismálum og umhverfistengdum verkefnum.

Í tenglum við ofangreind markmið hefur EFLA gert samstarfssamning við Kolvið um kolefnisjöfnun vegna bílanotkunar hjá fyrirtækinu. Samkomulagið felur í sér að kolefnisjafna alla beina losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum EFLU og óbeina losun vegna notkun bílaleigubíla á vegum EFLU. Kolefnisbindingin er framkvæmd með gróðursetningu á tæpum 700 trjám á svæðum sem Kolviður hefur umsjón með.

Kolviður er stofnaður af Skógræktarfélagi Íslands og Landvernd og miðar að því að binda kolefni í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu.

Loftgæða- og úrgangsmarkmið EFLU

 EFLA hefur einnig sett sér skýr markmið varðandi losun gróðurhúsategunda og minnkun úrgangs og skilgreint aðgerðir til að svo megi vera. Markmiðin eru eftirfarandi:

  • Losun gróðurhúsalofttegunda hjá EFLU árið 2020 verði 25% minni en losun ársins 2015 og árið 2030 verði losunin 40% minni en árið 2015. Til þess að svo megi vera ætlar EFLA að leggja áherslu á að nýta vistvænustu bíla sem eru í boði hverju sinni og draga úr flugferðum eins og kostur er.

  • Endurvinnsluhlutfall úrgangs verði 95% árið 2020 og 98% árið 2030. Magn óflokkaðs úrgangs á hvern starfsmann minnki um 93% til ársins 2030. Árið 2015 var endurvinnsluhlutfallið 70%. Þannig verður stöðugt lögð áhersla á að auka flokkun og minnka magn úrgangs, sérstaklega umbúða.


Við undirritun samstarfssamnings komu saman fulltrúar EFLU og Kolviðs. Á myndinni eru samankomin Magnús Matthíasson, Eva Yngvadóttir, Reynir Kristinsson, Guðmundur Þorbjörnsson og Helga J. Bjarnadóttir