Fréttir

Samstarfssamningur um ráðgjöf við ECOonline

27.6.2012

EFLA verkfræðistofa hefur gert samstarfssamning um ráðgjöf við ECOonline hugbúnaðinn á Íslandi.
  • Undirskrift Guðmundur


Efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Það er krafa í íslenskri löggjöf m.a. í REACH löggjöfinni, að fyrirtæki hafi öryggisblöð á íslensku fyrir öll varasöm efni sem eru í notkun í fyrirtækinu tiltæk fyrir alla starfsmenn sem nota efnin. Söluaðili efnanna skal sjá til þess að öryggisblöðin séu aðgengileg fyrir kaupendur. Í löggjöfinni kemur einnig fram að það er skylda fyrirtækja og stofnana að gera efnaáhættumat fyrir vinnu með varasöm efni, sem lið í áhættumati starfa.

Á undanförnum misserum hefur það sýnt sig að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að halda utan um efnamálin í rekstrinum og mikill tími hefur farið í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa þær tiltækar fyrir viðkomandi starfsmenn. Einnig hefur lögboðið áhættumat fyrir varasöm efni reynst starfsmönnum snúið.

Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista auk þess að auðvelda gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH. EcoOnline er eitt slíkt. EcoOnline er hugbúnaðarlausn fyrir efnastjórnun og um leið gagnabanki og eru öll gögn vistuð á netinu. Meira en 3000 norræn fyrirtæki eru nú notendur að EcoOnline t.d. Wurth, ORKLA, Shell, IKEA sem gerir það að verkum að gagnabankinn í EcoOnline inniheldur mjög mikinn fjölda varasamra efna.

Þriðjudaginn 15. maí var haldinn kynningarfundur á EFLU verkfræðistofu um efnastjórnun og kröfur REACH. Yfirskrift fundarins var, "Hvernig tökum við á efnamálum?". Þeir sem sóttu fundinn voru fyrirtæki sem innleitt hafa umhverfisstjórnun, opinberir aðilar og söluaðilar efnanna. Sama dag skrifuðu EFLA verkfræðistofa og EcoOnline undir samstarfssamning vegna ráðgjafaþjónustu milli fyrirtækjanna.

Hægt er að nálgast fría prufuútgáfu af ECOonline á verfslóðinni www.ecoonline.no

Nánari upplýsingar um ráðgjöf EFLU á sviði efnastjórnunar og um EcoOnline veitir: 

Helga J. Bjarnadóttir markaðssviðsstjóri Umhverfissviðs,

Netfang helga.j.bjarnadottir@efla.is, Sími 412 6078. 

kynning