Fréttir


Fréttir

Science, policy and society

18.6.2015

Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggismála, hélt á mánudaginn síðastliðinn fyrirlestur á ráðstefnunni SRA-Europe 2015 í Maastricht í Hollandi.
  • SRA Europe 2015

Ráðstefnan er haldin af evrópudeild alþjóðlegu samtakanna Society of Risk Analysis - SRA.
Samtökin fjalla um áhættu í víðu samhengi með þverfaglegri nálgun margra fræðisviða, m.a. áhættugreiningar, ákvörðunartöku, óvissugreiningar og stjórnun m.t.t. áhættu.

Fyrirlestur Böðvar fjallaði um greiningu á áhættumati norðurlandaþjóða, þar sem borin eru saman hlutverk og ábyrgðir mismunandi aðila. Sérstakur fókus er á heimilin og áhrif rafmagnsleysis. Um er að ræða samnorrænt verkefni, sem styrkt er af rannsóknarráði Noregs.