Fréttir


Fréttir

Sendinefnd heimsækir EFLU

19.9.2011

EFLA fékk góða gesti í heimsókn í fyrri hluta september. Forseti króatíska þingsins hr. Luka Bebic var ásamt 10 manna sendinefnd í opinberri heimsókn á Íslandi, og óskaði sérstaklega eftir að kynnast starfsemi EFLU og verkefnum fyrirtækisins í Króatíu.
  • Starfsfólk EFLU
Verkefnin tengjast öll nýtingu jarðvarma sem er skammt á veg komin í landinu þrátt fyrir mikla möguleika. Jafnframt er EFLA með samstarfssamning við Energy Intitute Hrvoje Pozar, orkustofnun í eigu hins opinbera í Króatíu, um þróun jarðhitanýtingar í landinu.

Hópurinn þáði hádegisverð í húsakynnum EFLU og fékk um leið kynningu á starfsemi EFLU, jarðhitaumhverfinu á Íslandi og þeim tækifærum sem nýting jarðhitans býður upp á þ.m.t. í Króatíu. Mikill áhugi kom fram á einstakri nýtingu jarðhitans á Íslandi, og um leið á þeim tækifærum sem aðstæður í Króatíu bjóða upp á. Má vænta enn frekari stuðnings króatíska þingsins við þróun jarðvarmanýtingar í Króatíu eftir heimsóknina til Íslands.

IMG_2198_small