Fréttir


Fréttir

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í námi

19.4.2016

Sigurður Thorlacius, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, hlaut nýverið verðlaun við útskrift frá tækniháskólanum ETH Zürich í Sviss. Verðlaunin voru veitt fyrir háa meðaleinkunn og framúrskarandi meistaraverkefni í umhverfisverkfræði. Verðlaunin veittu svissnesku stofnanirnar Geosuisse og Ingenieur-Geometer Schweiz.
  • Sigurður Thorlacius
    Sigurður Thorlacius, t.v. ásamt bróður sínum við útskriftina
Í meistaraverkefninu var rannsakað hvernig samkorn (e. aggregates) í jarðvegi brotna niður í rigningu og hvaða áhrif regnstyrkur og vatnsinnihald jarðvegs hefur á niðurbrotið. Niðurstöðurnar munu nýtast í líkangerð af jarðvegsrofi því þar skiptir stærðadreifing samkorna miklu máli. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Dr. Rainer Schulin, prófessors í jarðvegsvernd, og til stendur að gefa út vísindagrein um rannsóknina.

TilraunasvaediMynd frá tilraunasvæði rannsóknarinnar

Sigurður hefur unnið á EFLU síðan í ágúst og einnig tvö sumur þar áður. Hann hefur fengist við vistferilsgreiningar og fráveituhönnun auk ýmissa annarra verkefna á umhverfissviði.

EFLA óskar Sigurði til hamingju með þennan frábæra árangur.