Fréttir


Fréttir

Sigurvegari í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands

22.12.2017

Garðabær efndi til samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, byggðar austan Reykjanesbrautar við Hnoðraholt og Vífilsstaði. EFLA verkfræðistofa, arkitektastofan Batteríið og landslagsarkitektastofan Landslag sendu sameiginlega tillögu í keppnina sem var valin sigurvegari samkeppninnar.

  • Vinningshafar rammaskipulags Vífilsstaðalands
    Vinningshafarnir ásamt forsvarsmönnum Garðabæjar. Mynd: Garðabær

Vinningstillagan ber yfirskriftina „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ og er um að ræða skírskotun í lækningaáherslur Vífilsstaðaspítala á fyrri hluta síðustu aldar þegar útivist í hreinu lofti og náttúrulegu umhverfi gegndi þar stóru hlutverki. Í nútíma­samfélagi er ekki síður þörf fyrir líkama og sál að stunda útiveru. Það var því meginmarkmið höfunda sigurtillögunnar að móta heilsteypt skipulag vistlegrar byggðar, fjölbreyttrar íþróttastarfsemi og almennrar útivistar í sátt við náttúru svæðisins.

Umsögn dómnefndar

Í umsögn dómnefndar kemur segir m.a. að tillögunni tekst að mynda áhugavert miðsvæði  með góðar tengingar við nærliggjandi hverfi. Gönguás frá Vífilsstöðum að Hnoðraholti um miðkjarna, er tvímælalaust sterkasti hluti tillögunnar. Ásinn, ásamt öðrum þverásum, tengir gangandi og hjólandi umferð á skilvirkan hátt við alla hverfishluta að miðju kjarnans í Vetrarmýri þar sem íþrótta- og skólasvæði verður staðsett.  

Sögulegu hlutverki Vífilsstaða eru gerð góð skil og á sannfærandi hátt er sýnt fram á hvernig Vífilsstaðir geta öðlast nýjan sess sem þungamiðja menningarstarfsemi í þessum nýja bæjarhluta. Færsla Elliðavatnsvegar frá vatninu styrkir þessa nálgun og byggðin austan við Vífilsstaði nær góðum tengslum við náttúruna og vatnið.

Nýtt og glæsilegt íbúðahverfi

Í kjölfarið munu vinningshafar móta tillögu að rammaskipulagi svæðisins í samvinnu við bæjaryfirvöld í Garðabæ. Á næstu árum mun glæsilegt íbúðahverfi við jaðar friðlýstra svæða og skógræktarsvæða rísa í Vífilsstaðahverfi.

Frétt frá Garðabæ

Vífilsstaðaland samkeppni rammaskipulagSkipulagsuppdráttur

Vífilsstaðaland samkeppni rammaskipulagLíkanmynd

Vífilsstaðaland samkeppni rammaskipulagMiðsvæðið