Fréttir


Fréttir

Síutilraunir fyrir fráveitu á Selfossi

3.4.2009

Í lok síðasta árs fór fram tilraun á skólphreinsun í Selfossbæ með aflfræðilegri hreinsun þar sem notaður var sandsíubúnaður frá Nordic Water.

  • Síutilraunir á Selfossi

Verkefnisstjóri var Þröstur Grétarsson hjá EFLU og öll sýnataka og efnagreining var í höndum rannsóknastofu fyrirtækisins.

Markmið verkefnisins, sem var unnið í samráði við Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun, var að meta heildar hreinsivirkni búnaðarins fyrir mismunandi efnisþætti skólps, meðal hreinsivirkni yfir sólarhring og hreinsivirkni við breytilegt álag og hámarksálag.

Tilraunakerfið var keyrt bæði með og án kekkjunarefna og hreinsivirknin metin.

Að auki var metið hvort hægt væri að draga úr magni gerla í frárennslinu með útfjólublárri geislun.

Greindir efnisþættir fyrir og eftir hreinsun voru svifagnir, líffræðileg mengun og næringarefni.

Niðurstöður verkefnisins voru mjög jákvæðar og munu nýtast sem mikilvægt innlegg í útfærslu fráveitulausnar fyrir sveitarfélagið Árborg.