Fréttir


Fréttir

Sjö verkefni fá styrk úr samfélagssjóði EFLU

14.6.2017

Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína tíundu úthlutun. Samtals bárust 109 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 7 verkefni styrk.
Samfélagssjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Alls hafa 64 frábær verkefni verið styrkt af sjóðnum.


  • Samfélagssjóður EFLU
    Hluti af styrkþegunum ásamt Guðmundi Þorbjörnssyni og Kamillu Mjöll Haraldsdóttur frá EFLU

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru:

Uppbygging afþreyingaraðstöðu ungmenna á Hvammstanga

Verið að útbúa aðstöðu fyrir ungmenni á Hvammstanga. Aðstaðan mun innhalda aðstöðu til hjólabretta-, fimleika- og parkúr iðkunar sem og að vera miðstöð unglinga í íþróttum og leik. Vinna verður unnin í sjálfboðastarfi, sem og uppbygging. Styrkurinn mun fara í efniskostnað fyrir málningu, efni í hjólabrettarampa og klifurvegg.

Félagsmiðstöðin Askja

Fjölbreytileiki heilsueflandi frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni er mun minni en fyrir jafnaldra þeirra. Markmið verkefnisins er að bjóða upp á jógatíma í samstarfi við jógastúdíóið.  Styrkurinn er fyrir búnaði sem gerir hreyfiskertum og hreyfihömluðum kleift að taka þátt. Þar má nefna jógadýnur og kubba til að auka við jafnvægi.

Félagsheimilið Hnitbjörg, Raufarhöfn

Hópur fólks vinnur nú að lagfæringum á félagsheimilinu Hnitbjörg á Raufarhöfn, sem fagnar 50 ára afmæli á árinu. Félagsheimilið er mikið notað og er svona litlu bæjarfélagi og íbúum þeirra mikilvægt. Styrkurinn er fyrir kaupum á rennihurð á Félagsheimilið.

Vísindaskóli unga fólksins

Vísindaskóli unga fólksins er nýjung fyrir ungmenni á aldrinum 11-13 ára og er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Sótt er í samfélagssjóð EFLU til að koma að þemanu: „Það er leikur að læra forritun“. Þar munu krakkarnir læra grunnatriði forritunar og verður verkefnið notað til að þróa forritunarkennslu barna enn frekar.

Minningartónleikar Ronnie James Dio

Sótt er um styrk vegna 75 ára minningartónleika Ronnie James Dio. Það stendur til að fá saman ungmenni úr Fljótsdalshéraði og Fjarðarbyggð og gefa þeim kost á að standa að eins stórum tónleikum og raun ber vitni. Meðalaldur hljómsveitarinnar er aðeins 20 ár og mun verkefni eins og þetta efla grasrótina á Austurlandi.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar

Síðustu 30 ár hefur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar notast við heimatilbúin nótnastatíf sem eru mjög óhentug. Kaup á nýjum nótnastatífum mun styðja við bakið á því öfluga tónlistarstarfi sem er í gangi innan skólahljómsveitarinnar og með því efla menningar og listastarf Mosfellsbæjar.

Sesseljuhús á Sólheimum

Uppsetning sýningarinnar „Er þetta svona slæmt?“ og vekja með því umhverfisvitund og skilning á mikilvægi sjálfbærni. Sýningin er um loftslagsbreytingar og er áhugaverð fyrir unga sem aldna. Gestir munu fá margar fjölbreyttar upplýsingar um alvarleika loftslagsbreytinga og nýja von um bjartari framtíð.

EFLA óskar öllum styrkhöfum til hamingju með styrkinn og megi verkefnum þeirra ganga sem allra best.

Nánar um samfélagssjóð EFLU