Fréttir


Fréttir

Nemendaverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands 2014

9.12.2014

Íris Stefánsdóttir hlaut nemendaverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands fyrir meistararitgerð sína í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands "Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík - Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta".
  • Hjól við Langholtsskóla

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir byggingarverkfræðingur hjá EFLU var leiðbeinandi hennar ásamt Sigríði Kristjánsdóttur lektor við umhverfisdeild skólans. Á heimasíðu Skipulagsfræðingafélags Íslands segir: "Var dómnefnd sammála um að hér væri á ferðinni áhugavert grasrótarverkefni. Það er samfélagslega mikilvægt að hafa áhrif á lífstíl og það að ganga í skóla er og verði virkur ferðamáti. Vill dómnefnd hvetja sveitafélög til að huga að ferðavenjum barna við skipulagsgerð". Viljum við óska Írisi til hamingju með verðlaunin.

Skipulagsverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti, dómnefnd var skipuð af Skipulagsfræðingafélagi Íslands, Arkitektafélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Ferðamálastofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

hjoladagur lango 2014 4