Fréttir


Fréttir

Skýrsla um gjaldtöku í íslenska vegakerfinu

24.8.2010

Rannsóknarverkefninu Gjaldtaka í vegakerfinu var hleypt af stokkunum til að EFLA gæti aflað sér upplýsinga um stöðu gjaldtökumála í íslenska vegakerfinu. Egill Tómasson fer með umsjón verkefnisins.
  • Traffic

Í kjölfar umræðu um breytt fyrirkomulag við gjaldtöku vildi stofan kynna sér allar hliðar hennar og móta sér stefnu.

Rætt var við helstu aðila í samfélaginu um þeirra skoðanir.

Þar má nefna Vegagerðina, Samgönguráðuneytið, Persónuvernd og einkafyrirtæki.

Sérstakt viðfangsefni var sú leið að taka upp gjaldtöku með aðstoð gervihnattakerfis og voru kostir og gallar slíks kerfis kannaðir ásamt virkni annarra kerfa í nálægum löndum.

Verkefninu lauk með útgáfu lokaskýrslu sem greinir frá niðurstöðum verkefnisins.