Fréttir


Fréttir

Smíði nýrrar brúar við Ullevaal í Noregi

20.7.2018

Um þessar mundir er vinna í fullum gangi við smíði á stálvirki nýrrar göngu- og hjólabrúar sem mun rísa við Ullevaal í Osló. 

  • Ulleval forsida IS
    Frá verkstað í Litháen. Brúin er 290 m löng og er smíðuð í 16 einingum sem verða fluttar til Oslo og settar saman á byggingarstaðnum.

Vinna við smíðina fer fram í Litháen hjá Western Constructions en verkið hófst í maí eftir undirbúningsvinnu með framleiðandanum, verktakanum (NRC group) og norsku Vegagerðinni síðasta vetur. Verkefninu miðar vel áfram og er áætlað að fyrstu einingarnar í brúnna komi á framkvæmdasvæðið í Osló um miðjan ágúst og þá verður hafist handa við að reisa brúnna. 

Heimsókn til framleiðandans

Forsvarsmenn EFLU í verkefninu fóru nýverið, ásamt norsku Vegagerðinni og fulltrúum verktakans, í heimsókn til framleiðandans í Litháen til að skoða verksmiðjuna og sjá hvernig verkinu miðar áfram. Verksmiðja framleiðandans, Western Constructions, er staðsett i Klaipeda og þar starfa um 2000 manns. Meginstarfsemin sem fer þar fram snýr að viðhaldi á skipum en einnig er unnið við nýsmíði á stálvirki fyrir olíu- og gasiðnaðinn sem og samgöngumannvirkjum. 

Nýja göngu- og hjólabrúin verður 290 m löng og 7 m breið stálkassabrú í 19 höfum. Brúin sem er staðsett við þjóðarleikvang Norðmanna, Ullevaal, er hluti af stærsta hönnunarverkefni EFLU fyrir norsku Vegagerðina til þessa sem innifelur einnig hönnun á göngu- og hjólastíganeti við svæðið. Nánar um verkefnalýsingu brúarinnar. 

Eldri fréttir

UllevaalEin af 16 einingum brúarinnar.

UllevaalVinna við stálsuðu og samsetningu.

UllevaalVinna við prufusamsetningu á einingum í miðsvæði brúarinnar.