Fréttir


Fréttir

Snæfellsstofa fær BREEAM fullnaðarvottun

30.6.2016

Í síðustu viku varð Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri, fyrsta nýbyggingin á Íslandi til að hljóta fullnaðarvottun af breska umhverfisvottunarkerfinu BREEAM. Áður hafði byggingin fengið umhverfisvottun BREEAM á hönnunartíma.
  • Snæfellsstofa
    Myndina af Snæfellsstofu tók Sigurgeir Sigurjónsson


Fullnaðarvottunin sem fékkst núna staðfestir að byggingin uppfyllir staðla um vistvæna hönnun samkvæmt alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM.

20160630 Snaefellsstofan BREEAM

EFLA er stoltur þátttakandi að verkefninu og með samhentu átaki samstarfsaðila náðust þessi merku tímamót í hönnun umhverfisvottaðra og vistvænna bygginga.

Í vottuninni er lagt mat á marga mismunandi þætti svo sem:

- Umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
- Góða innivist sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar
- Góða orkunýtni og vatnssparnað
- Val á umhverfisvænum byggingarefnum
- Úrgangsstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
- Viðhaldi vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis
- Lágmörkun ýmis konar mengunar frá byggingu t.d. er varðandi frárennsli og ljósmengun

Markmið BREEAM umhverfisvottunar er að hanna og byggja byggingar sem hafa minni umhverfisáhrif, eru heilsusamlegri fyrir notendur og þurfa minna viðhald en hefðbundnar byggingar. Snæfellsstofa fékk þrjár stjörnur af fimm mögulegum og var endanlegt skor 53,9% og náðist einkunnin ?Good".

EFLA sá um umhverfisráðgjöf vegna vottunar byggingarinnar auk þess að sjá um alla verkfræðiráðgjöf, að undanskildu rafmagni. Arkitektar byggingarinnar eru Arkís og Landmótun sá um lóðahönnun. Framkvæmdasýsla ríksisins sá um verkefnastjórn. 

Fullnaðarvottunarskjal BREEAM