Fréttir


Fréttir

Sólskinssaga frá Dubai

13.11.2009

Starfsmenn EFLU hafa dvalið við iðnaðarráðgjöf í Dubai, oft með fjölskyldum sínum.

Arnór Gauti Brynjólfsson heitir ungur drengur sem gengur þar í skóla en gerir meira en það.

  • Fótboltaskóli Manchester í UAE

Hann æfir fótbolta í Dubai með Manchester United Akademíunni.

Í haust tók Arnór Gauti þátt í einstaklingskeppni á vegum Manchester klúbbsins sem fól í sér knattþrautir og hann varð annar af tveimur sigurvegurum.

Í verðlaun var ferð til Manchester og á Old Trafford þar sem fram fór lokakeppni í slíkum þrautum á alþjóðavísu.

Arnór Gauti gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi.

Nafn hans var skráð á skjöld þar sem frábærir leikmenn á borð við David Beckham hafa fengið nafnið sitt letrað.

Arnór Gauti fékk afhent verðlaun í leikhléi Manchester United og Blackburn að viðstöddum 80 þúsund manns.

Í kjölfarið hafa blaðagreinar birst í Dubai og sjá má eina þeirra með tenglinum hér að neðan; frá Gulf News sem er víðlesnasta blaðið á ensku á þessu landsvæði.

Varla þarf að taka fram að Arnór Gauti er sonur Brynjólfs Smárasonar, starfsmanns EFLU.

Sjá nánar: http://gulfnews.com/sport/football/dubai-boy-excels-at-old-trafford-1.523532