Fréttir


Fréttir

Spennandi starf fyrir bygginga- eða tæknifræðing

20.11.2016

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsviðið fasteignir og viðhald sem er hluti af byggingasviði EFLU. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði bygginga og mannvirkja, byggingaeðlisfræði, ástandsúttekta, viðhaldsráðgjafar, gerð útboðsgagna, verksamninga og eftirlit með viðhaldsframkvæmdum.
  • Bygginga- og tæknifræðing

Byggingafræðingur eða tæknifræðingur


 Hæfniskröfur:

- Menntun í bygginga-, tækni- eða verkfræði
- Iðnmenntun og reynsla af byggingaframkvæmdum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, ásamt því að geta unnið vel í hópi
- Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
- Þekking á áætlanagerð og kostnaðarmati
- Gott vald á íslenskri tungu og færni í rituðu máli

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt fyrir 2. desember næstkomandi.
Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur
2. desember 2016
Nánari upplýsingar
412 6000 eða job@efla.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál

EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem starfar á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild yfir 300 samhentra starfsmanna.