Spennandi starf fyrir byggingarverkfræðing eða tæknifræðing
Vegna aukinna umsvifa óskar EFLA eftir að ráða í starf á orkusviði og leitar að byggingarverkfræðingi eða tæknifræðingi með þekkingu á burðarþolshönnun.
Hjá EFLU vinnur
öflugt teymi við ráðgjafarþjónustu fyrir flutningsfyrirtæki raforku. Teymið
kemur að hönnun háspennulína og alhliða ráðgjöf því tengdu fyrir flest
raforkuflutningsfyrirtæki Norðurlandanna ásamt því að sinna ráðgjöf til annarra
landa.
EFLA leitar að byggingarverkfræðingi eða tæknifræðingi með þekkingu á burðarþols-hönnun. Starfið mun felast í hönnun háspennulína á Íslandi og erlendis, ásamt fjölbreyttum verkefnum því tengdu. Nánari upplýsingar um starfið gefur Steinþór Gíslason fagstjóri, steinthor.gislason@efla.is, sími 412-6200.
Hæfniskröfur
- M.Sc. eða B.Sc. gráða í byggingarverkfræði /
tæknifræði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku, Norðurlandamál
er kostur
- Þjónustulipurð og færni í
mannlegum samskiptum
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum vefsíðu EFLU, 22. okt næstkomandi.
Öllum umsóknum verður svarað og hvetjum við konur jafnt
sem karla til að sækja um.