Fréttir


Fréttir

Spennandi tækifæri í fluggeiranum

26.4.2017

Aero Design Global (ADG) er samstarfsverkefni á milli reynslumikilla manna úr flugvélaiðnaði og EFLU verkfræðistofu.

  • Grein um ADG

Ætlunin er að sameina sérhæfðu kunnáttu þessa aðila hvað varðar þjónustu við flugvélaeigendur og flugrekendur á Íslandi og erlendis. Þörfin fyrir sérhæfða þjónustu af þessum toga er mikil og sérstaklega í ljósi gífurlegs aukins ferðamannastraums til Íslands ásamt aukinni fjárfestingu á nýjum eldsneytissparneytnari flugvélum víða um heim.

ADG hefur fengið leyfisbréf frá Samgöngustofu Íslands (CAMO approval No. IS.MG.041) þar sem ADG má nú halda utan um viðhaldsstýringu fyrir flugvélaeigendur skv. reglugerð (EC) 1321/2014 Annex I um að geta ábyrgst lofthæfi þeirra flugvéla sem eru undir viðhaldsstýringu ADG samkvæmt EASA Part-M approval.

ADG er jafnframt í ferli að sækja um Flugvélaverkfræðistofuleyfi svokallað DOA (Design Organization Approval) sem mun gera fyrirtækinu kleift að þjónusta viðskiptavini sína með allar þær breytingar sem bæði flugvélaeigendur og flugrekendur þurfa að láta gera á flugvélaflota sínum. Vænta stjórnendur ADG að vera komnir með DOA EASA Part 21 approval seinnipart sumars.

Hluti af þeirri DOA þjónustu sem ADG mun byrja með að bjóða upp á eru:

  • Livery: Sem er hönnun á útliti flugvélar og staðsetning á öllum „Mandatory Markings" sem þurfa að vera sýnileg á skrokki og vængjum flugvéla samkvæmt framleiðanda hverrar flugvélategundar og viðkomandi flugmálayfirvalda.
  • Emergency Equipment Layout (E.E.L): Er staðsetning á búnaði inni í farþegarými og flugstjórnarklefa t.d. allur öryggisbúnaður s.s. handslökkviflöskur, súrefnisflöskur, björgunarbátar o.fl.
  • Layout Of Passengers Accommodations (L.O.P.A): Snýr að staðsetningu á farþegasætum og fjölda þeirra í farþegarými flugvélar og að framkvæma „Weight and Balance" á vélinni til að finna út nýtt „Center of Gravity".

Félagið hefur yfir að ráða 8 starfsmönnum og er félagið nú þegar komið með verkefni hérlendis og í Tyrklandi, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Með aðkomu sinni að verkefnum fyrir flugvélaiðnaðinn er EFLA að fara inn á nýjar brautir í verkfræðiþjónustu og ráðgjöf. Sem framsækið fyrirtæki er EFLA að nýta þekkingu og reynslu starfsfólks inn í nýja tegund verkefna og stuðla að uppbyggingu þekkingar innanlands á þessu sviði. 

Hægt er að kynna sér fyrirtækið nánar á vefnum: www.adglobal.aero og dóttur- og hlutdeildarfélög

Einnig er hægt að lesa viðtal sem Viðskiptablaðið tók við Ægi Thorberg Jónsson í apríl 2017 sem er framkvæmdastjóri ADG.