Fréttir


Fréttir

Staða salernismála á ferðamannastöðum - skýrsla tvö

4.7.2016

Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út. Óskað var eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem fjölgun salerna fyrir ferðamenn er nauðsyn.
  • Ferðamannaskýrsla 2016
    Ljósmyndina tók Snævarr Örn Georgsson


Í skýrslunni var ferðamannastöðum forgangsraðað eftir því hve brýnt er talið að bæta þurfi salernisaðstöðu á viðkomandi stað, kostnaðarmat framkvæmt og áætlaður fjöldi salerna metin. Til að draga þessar ályktanir var m.a. horft í fjölda gesta á hverjum ferðamannastað, lengd heimsóknartímabils, staðsetningu og viðkomutíma ferðamanna.

Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að auka þarf fjárframlög til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn ef leysa á salernisvandann á næstu 2-3 árum. Þá er ljóst að salernisaðstaða á mörgum fjölförnum ferðamannastöðum er með allt öðrum brag heldur en áður hefur þekkst. Smáar byggingar með fáeinum salernum duga ekki lengur og frekar er þörf á stórum húsum með mörgum salernum. Afar brýnt þykir að flýta gerð áætlana um hvaða staðir eigi að vera í forgangi með salernismál, bæði hvað varðar stærð og umfang.

Hafa ber í huga að uppbygging salernisaðstöðu á ferðamannastöðum er háð vilja og samþykki landeiganda og umsjónaraðila.

Uppbygging aðstöðu fyrir ferðamenn - Þarfagreining og kostnaðarmat