Stærsta álver heims
Afkastageta fyrri áfanga álversins er 700.000 tonn af áli árlega, eða jafn mikil og öllum íslenskum álverum samanlagt. Ráðgert er að seinni áfangi álversins komist í gagnið árið 2014, en þá eykst afkastagetan í 1.400.000 tonn árlega. Þar með verður EMAL stærsta álver heims. Áætlaður framkvæmdakostnaður fyrri áfangans er alls 10,7 milljarðar bandaríkjadala.. Raforkuframleiðsla fyrir álverið fer fram í gasorkuveri sem afkastar 2.000 MW, eða um þreföldu afli Kárahnjúkavirkjunar.
EFLA býr að víðtæku tengslaneti samstarfsaðila um allan heim. Tveir þeirra sem EFLA hefur oft unnið með, Alstom og Alcan Alesa, fara með stór hlutverk í byggingu álversins. EFLA hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir þessa aðila. Má þar t.d. nefna hönnun stýrikerfa, forritun og gangsetningu hreinsivirkja, PotFeeding-kerfis fyrir 756 ker, áfyllistöðva og margvíslegra flutningskerfa fyrir súrál og koks. EFLA hefur að jafnaði 3 til 4 starfsmenn í starfstöð sinni í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.