Fréttir


Fréttir

Starfsemi næstu vikna

Covid, Corona

18.3.2020

Vegna yfirstandandi COVID-19 faraldurs hefur EFLA gripið til margvíslegra ráðstafana sem miða að því að verja heilsu starfsmanna, tryggja eðlilega starfsemi fyrirtækisins og óskerta þjónustu við viðskiptavini. Við fylgjumst með þróuninni frá degi til dags og förum í einu og öllu eftir tilmælum yfirvalda.

  • Reykjavík

Gerðar hafa verið ráðstafanir eftir ströngustu kröfum er varða umgengni, bæði í höfuðstöðvum EFLU á Lynghálsi 4 og á svæðisskrifstofum á landsbyggðinni. Á Lynghálsi hefur húsinu verið skipt upp í svæði eftir hæðum og starfsemi mötuneytis dregin saman. Í húsnæði fyrirtækisins um allt land eru strangar umgengnisreglur, fjarlægða er gætt, snertifletir þrifnir og sótthreinsaðir og lögð áhersla á fjarfundi, jafnt meðal starfsmanna og í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila.

Starfsfólk EFLU sem tök hefur á hefur nú verið hvatt til að færa vinnustöð sína heim. Því munu samskipti nú í enn frekara mæli fara fram í fjarskiptum og á fjarfundum. Allar starfsstöðvar félagsins verða þó áfram opnar og móttaka til staðar, en umgengni um vinnurými verður takmörkuð. Mikilvægt er að vera í samráði við tengiliði vegna heimsókna.

Um tímabundnar ráðstafanir eru að ræða, og afar mikilvægt er að hjól atvinnulífsins og samfélagsins alls haldi áfram að snúast. Starfsfólk EFLU mun kappkosta að öll þjónusta og samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila verði eðlileg og skilvirk meðan á þessum tímabundnu ráðstöfunum stendur, og hlakkar til að halda áfram samstarfi í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum!