Fréttir


Fréttir

Starfsfólk óskast á orkusvið

15.5.2017

Vegna aukinna umsvifa óskar EFLA eftir að ráða í tvö störf á orkusviði.

  • EFLA leitar að liðsauka

Orkumálaráðgjöf

EFLA leitar að rafmagnsverkfræðingi með þekkingu á kerfisgreiningum og háspennu. Starfið mun felast í ráðgjöf við flutningsfyrirtæki og veitufyrirtæki. Nánari upplýsingar um starfið gefur Kolbrún Reinholdsdóttir, kolbrun.reinholdsdottir@efla.is eða í síma 412-6149. 

• M.Sc gráða í rafmagnsverkfræði af háspennusviði
• Þekking á kerfisgreiningum nauðsynleg
• Þekking á vinnslu gagnagrunna er kostur
• Reynsla af raforkukerfum er kostur

Raforkukerfi

EFLA leitar að rafmagnsverk- eða tæknifræðingi á fagsvið raforkukerfa. Nánari upplýsingar um starfið gefur Eggert Þorgrímsson, eggert.thorgrimsson@efla.is eða í síma 412-6072.

• Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða
rafmagnstæknifræði af háspennusviði
• Reynsla af raforkukerfum er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta

Almenn hæfni

• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur
• Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt  fyrir 21. maí næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar
412 6000 eða job@efla.is

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál