Fréttir

Steinn situr áfram sem fastast

Esja, Skógræktarfélag Reykjavíkur, undirstöður

19.9.2018

EFLA fékk það skemmtilega verkefni að lagfæra eitt helsta kennileiti Esju, sjálfan Stein. Umræddur Steinn birtist gjarnan á samfélagsmiðlum fjallagarpa Esjunnar og er vinsæll myndafélagi á sjálfum (selfies).
  • Steinn réttur af í Esju
    Merkið á Steini var rétt af og hallarmál notað til að sannreyna réttan halla.
Steinn, sem er staddur efst uppi á Langahrygg, var farinn að halla mikið undanfarin þrjú ár og fólk farið að hafa áhyggjur af honum. Það var því EFLU bæði ljúft og skylt að veita Skógræktarfélagi Reykjavíkur verkfræðiaðstoð við að tryggja undirstöður hans. Undir Stein voru settar keðjur til að strappa hann af, hlaðið undir hann púkki, hið þekkta skilti rétt af og staurinn með gestabókinni lagfærður. Með aðgerðunum hefur verið tryggt að Steinn situr áfram fastur á sínum stað í Esjuhlíðum göngugörpum til gagns og gamans.

Stórum björgum rúllað niður 

Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem er staðarhaldari gönguleiða við Esju, fór fyrir verkefninu en það er hluti af stærri aðgerðum við fjallið. Ásamt lagfæringu Steins var fjórum stórum björgum, nærri toppi Þverfellshornsins, rúllað niður en talin var hætta á að þau gætu farið af stað hvenær sem er með tilheyrandi hættu fyrir útivistarfólk sem gengur upp Esjuna á hverju ári. 

Endurbætur við gönguleiðir

Markvissar endurbætur hafa orðið á stígum við Esju síðustu misseri og hefur teymi frá EFLU komið að þeim verkefnum.

Myndir frá verkefninu

Lagfæringar í EsjuStór björg voru losuð frá klettunum og þeim rúllað niður. Jón Haukur og Stefán Geir frá EFLU sá um verkið.

Lagfæringar í EsjuJón Haukur og Stefán Geir sáu um að losa björgin.

Lagfæringar í EsjuStefán Geir losar bjargið frá syllunni.

Lagfæringar í EsjuNiður fór bjargið.

Lagfæringar í EsjuMyndatökumaður frá Stöð 2 fylgdist með aðgerðunum og festi á filmu.

Steinn réttur af í EsjuKimmo frá Skógræktarfélaginu var hluti af teyminu sem vann að lagfæringu Steins í sumar.

Steinn göngugarparBúið að rétta af skilti og staur við Stein, sem er tilbúinn fyrir áframhaldandi myndatökur.

Undirstöður Steins tryggðar í EsjuFestingar settar við Stein og hann strappaður niður.