Fréttir

Stelpur og tækni heimsækja EFLU

Stelpur í tækni, Kvenfyrirmyndir, Viðburður, Verkfræðinám, Tækninám, Ingunnarskóli, HR

24.5.2019

EFLA styður við bakið á framtakinu Stelpur og tækni og tók á móti stelpum í fyrirtækið á Norðurlandi og í Reykjavík. Þær fengu innsýn í starfsemina og sögðu konur hjá EFLU frá reynslu sinni af tækni- og verkfræðinámi. 

  • Stelpur og tækni til EFLU
    Stelpur og tækni er haldinn í fimmta skipti og er ætlað að vekja athygli á tækninámi.

Viðburðurinn Stelpur og tækni hefur verið haldinn árlega í fimm skipti og er á vegum Háskólans í Reykjavík, Ský og Samtaka iðnaðarins. Stelpum í 9. bekk er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki með það að markmiði að vekja áhuga þeirra á þeim ýmsu möguleikum sem eru fyrir hendi í tækninámi og störfum því tengdu. Þá er ekki síður mikilvægt að brjóta niður staðalmyndir og sýna fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. 

EFLA Norðurland tók á móti 20 stelpum af svæðinu þriðjudaginn 21. maí og höfuðstöðvarnar í Reykjavík fékk 25 stelpur úr Ingunnarskóla í heimsókn miðvikudaginn 22. maí. Kvenkyns starfsmenn EFLU tóku á móti stelpunum og sögðu frá því sem þær eru að fást við daglega í starfinu. Stelpunum var skipt upp í nokkra hópa og fengu þær að glíma við verkefni. Meðal þess sem þær gerðu var að mæla aksturshraða í nágrenninu, finna kolefnisspor matarins með aðstoð matarreiknis EFLU, byggja brú úr sykurpúðum og spaghettí og leysa verkefni í tækniteiknun. Stelpurnar stóðu sig með prýði, voru áhugasamar að leysa verkefnin og eflaust eru nokkrar í hópnum framtíðarstarfsmenn á sviði tækni- og verkfræði.

Við þökkum stelpunum fyrir komuna og óskum forsvarsmönnum verkefnisins til hamingju með frábært framtak. 

Stelpur og tækni til EFLUStelpurnar að hraðamæla akstur bifreiða við Lyngháls.

Stelpur og tækni til EFLUÞað var byggt úr sykurpúðum og spaghettí.

Stelpur og tækni til EFLUHraðamælingar við Glerárgötu á Akureyri.

Stelpur og tækni til EFLUEinbeiting í hópnum.

Stelpur og tækni til EFLUVerkefni í tækniteiknum eru fjölbreytt og leystu stelpurnar verkefni því tengt.

Stelpur og tækni til EFLUKolbrún Reinhaldsdóttir hélt erindi um tæknistörf og nám því tengdu.