Fréttir


Fréttir

Stöðug uppbygging og þróun

21.2.2014

Lýsi gangsetti nýja verksmiðju árið 2005. Þessi verksmiðja er ein sú glæsilegasta í heiminum og hefur gengið framar öllum vonum. Það hefur verið stöðug uppbygging og þróun síðan verksmiðjan var gangsett. Árið 2007 fékk verksmiðjan lyfjaframleiðsluleyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins, þá hófst einnig framleiðsla á Omega þykkni. 2012 var gangsett ný verksmiðja við hlið þeirri gömlu og framleiðslugetan tvöfölduð. Árið 2013 var síðan nýjum afkastamiklum eimara bætt við.
  • Omega fitusýrur aðskildar
    Mynd 1. Omega fitusýrur aðskildar.

EFLA hefur séð um alla rafmagnshönnun í byggingunum ásamt því að hanna og forrita stýringar fyrir framleiðsluna. Stjórnkerfi verksmiðjunnar byggir á Logix stýrivélum frá Rockwell og Intouch SCADA kerfi frá Wonderware ásamt SQL gagnagrunni fyrir lotuskráningar. Með gagnagrunninum er hægt er rekja afurðirnar í gegnum verksmiðjuna, frá móttöku til pökkunar á full unnum afurðum. EFLA þróaði gagnagrunninn og notenda viðmót við hann, bæði í Intouch SCADA kerfi verksmiðjunnar, og einnig var forritað vefviðmót, þannig að hægt er að nota internet vafra við að rekja framleiðsluna og skoða framleiðslu skýrslur.lysi 2Mynd 2. Lotunúmer skoðuð í tímaröð frá Intouch skjámyndakerfi. Hægt er að rekja lotunúmerin með markvíslegum hætti.