Styrkur til rannsókna
Landsvirkjun úthlutaði styrkjum til margra verkefna 11. febrúar sl.
EFLA hlaut styrk úr flokki B er nefnist Rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála.
Um er að ræða framhaldsstyrk vegna verkefnisins "Meðhöndlun og endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum" en það er unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins.
Markmið verkefnisins er að rannsaka hvernig lágmarka megi yfirborðsrask vegna framkvæmda og endurnýta / endurheimta staðargróður með áherslu á mosa, lyng og annan hægvaxta og viðkvæman gróður.