Fréttir


Fréttir

Sýndarveruleiki á Vísindasetri Akureyrarvöku

Akureyrarvaka, Sýndarveruleiki, Vísindasetur

29.8.2018

Vísindasetur var haldið í Hofi í tengslum við Akureyrarvöku sem fór fram síðastliðna helgi. EFLA hefur tekið þátt í Vísindasetrinu síðustu fjögur ár og er einn af aðalstyrktaraðilum þess. Á kynningarbásnum var sýndarveruleiki EFLU kynntur til leiks og gestum boðið að keyra um í þrívídd í Landmannalaugum.

  • Vísindasetur Akureyrarvöku - EFLA
    Þröstur Thor Bragason, frá EFLU, leyfði gestum að spreyta sig á að keyra jeppa í Landmannalaugum, innan vegar að sjálfsögðu.

Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á Vísindasetrið og er áætlað að rúmlega 2000 manns hafi heimsótt Hof. Fjölbreytt dagskrá var í boði og vöktu vísindi og tækni mikinn áhuga ungu kynslóðarinnar. Vísinda-Villi var með stórsýningu og bauð EFLA gestum að kynnast ævintýraveröld sýndarveruleikans. Gestir gátu sett upp sýndarveruleikagleraugu og ferðast 190 km (í beinni loftlínu) upp í Landmannalaugar, hoppað inn í stóran jeppa og keyrt um í náttúruperlunni, allt innan löglegs vegakerfis, að sjálfsögðu! 

Heillandi heimur í þrívídd

Kynningarbás EFLU vakti heilmikla athygli og myndaðist löng röð áhugasamra barna sem spreyttu sig á að keyra um í þrívídd á hálendinu. Einn skemmtilegasti mælikvarðinn á gæði upplifunarinnar var þegar nokkur börn hrópuðu upp fyrir sig af mikilli innlifun „WOAH“ og „OMG“ (Oh My God, fyrir þau sem eru komin af unglingsárunum). Þó nokkrum tókst að festa sig á erfiðustu köflunum í sýndarveruleikamódelinu en nokkur börn keyrðu á fullri ferð og skrönsuðu meira að segja líkt og þau væru að keppa í Formúlu 1.

Við þökkum gestum Vísindaseturs fyrir komuna og óskum Akureyringum til hamingju með vel heppnaða og skemmtilega Akureyrarvöku.

Nánari upplýsingar um sýndarveruleika og þrívíddargrafík hjá EFLU.

Vísindasetur Akureyrarvöku - EFLALöng röð myndaðist við þrívíddarsvæði EFLU en þó komust allir að sem vildu.

Vísindasetur Akureyrarvöku - EFLAVísindasetrið var haldið í Hofi.

Vísindasetur Akureyrarvöku - EFLAKynningarbás EFLU.

Tölvulíkan af Landmannalaugum.Tölvulíkan af Landmannalaugum.