Fréttir


Fréttir

Tækniþróun í sjávarútvegi

Sjávarútvegssýning, Iceland fishing expo

8.10.2019

EFLA tók þátt í Sjávarútvegssýningunni og kynnti til sögunnar ný verkefni tengd sjávarútvegi og fiskeldi. Meðal þess sem vakti sérstaka athygli var nýsköpunarverkefni um nýja aðferð við eldi þorsks í neðansjávarbúrum þar sem átan er lokkuð í búrið með ljósgjafa.

  • EFLA á Sjávarútvegssýningunni
    EFLA var með kynningarbás á Sjávarútvegssýningunni 2019.

Sjávarútvegssýningin fór fram í Laugardalshöll 25–27 september síðastliðinn og þótti takast einstaklega vel. Áætlað er að um 17.000 manns hafi lagt leið sína í Höllina til að kynna sér allt það markverðasta í sjávarútvegi.

EFLA hefur starfað með sjávarútvegsfyrirtækjum á öllu landinu um áratugaskeið og veitt sérhæfðar lausnir í takt við tækniþróun hvers tíma. Lögð er sérstök áhersla á nærþjónustu um allt land og er EFLA með öflugar starfsstöðvar á Norðurlandi, Suðurlandi og Austurlandi.

Helstu áherslur EFLU á sjávarútvegssýningunni endurspegla þátttöku í verkefnum sem eru ofarlega á baugi í umræðu líðandi stundar, þ.e. fjórða iðnbyltingin, orkuskipti og sjálfbærni. Einnig var sagt frá helstu þróunarverkefnum í fiskeldi, landtengingum skipa, sjálfvirknivæðingu og vinnuþjörkum í framleiðslulínum.

Grundvallarbreyting með aðstoð tækninnar

Fjórða iðnbylting hefur hafið innreið sína í sjávarútveginum svo um munar. EFLA er framsækin í að mæta þeirri áskorun með því að bjóða tæknilausnir með myndgreiningu, úrvinnslu með gervigreind ásamt sjálfvirknigreiningu. Slíkar lausnir geta leitt af sér umtalsverða verðmætasköpun, meiri afkastagetu og aukna arðsemi. EFLA hefur komið að slíkum lausnum m.a. hjá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg og Ölgerðinni.

Orkuskipti í sjávarútvegi

Orkuskipti í samgöngum og fiskveiðum er eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í tengslum við loftslagsaðgerðir. EFLA hefur unnið að slíkum lausnum og sagði frá verkefni með Síldarvinnslunni í Neskaupstað sem lúta að aflmeiri landtengingum uppsjávarskipa á meðan þau landa afla. Með landtengingu skipa í höfn lækkar orkukostnaður, lofmengun minnkar, vinnuumhverfi batnar og minna slit verður á vélbúnaði. Þá kynnti EFLU aðkomu sína að landtengingu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs og fyrir Smyril line á Seyðisfirði.

Eftirtektarvert nýsköpunarverkefni

EFLA leggur áherslu á að nýta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem stjórntæki í stefnumörkun sinni og hefur forgangsraðað heimsmarkmiðunum út frá stefnumiðum fyrirtækisins. Nýsköpunar- og þróunarverkefnið „Þorskeldi í nýju ljósi“ er eitt af þeim verkefnum sem EFLA hefur unnið að í samstarfi við Ocean EcoFarm. Í því felst nýstárleg nýting á vannýttri auðlind sem byggir á byltingarkenndri veiðiaðferð sem er sótt til náttúrunnar. Um er að ræða nýja aðferð við eldi þorsks í neðansjávarbúrum sem byggir á þeirri hugmynd að lokka æti inn í búrið með ljósgjafa með sama hætti og fiskurinn Lúsífer gerir. 

Áherslur og verkefni EFLU á Sjávarútvegssýningunni vöktu heilmikla athygli og fjölmargir gestir heimsóttu kynningarbásinn til að fræðast um þjónustu EFLU í sjávarútveginum.

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU í sjávarútvegi.

EFLA á SjávarútvegssýningunniEFLA veitir sérsniðnar lausnir í sjávarútvegi og starfar út um allt land.

EFLA á SjávarútvegssýningunniEFLA veitir fjölþætta þjónustu í sjávarútvegi.

EFLA á SjávarútvegssýningunniLjósmynd af Hafnarfjarðahöfn prýddi kynningarbásinn.