Fréttir


Fréttir

Taka þátt í heimsmeistaramóti í utanvegahlaupi

25.10.2016

Við erum afar stolt af starfsmönnum EFLU. Nú eru þeir Guðni Páll Pálsson og Örvar Steingrímsson ásamt liðsfélaga sínum, Þorbergi Inga Jónssyni, að taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem er haldið í Portúgal næstkomandi laugardag 29. október.
  • Utanvegahlauparar EFLU

Undirbúningur fyrir mótið hefur verið í fullum gangi frá því í mars og hafa félagarnir hlaupið að meðaltali 100 - 150 km á viku í 2000 - 3000 hæðarmetrum. Þeir hafa reynt eftir fremsta megni að herma eftir aðstæðum fyrir mótið og hlaupið m.a. í grýttum og ójöfnum jarðvegi t.d. í Heiðmörk og á Helgafelli.

Einstaklings- og liðakeppni

Margir af sterkustu utanvegahlaupurum heims taka þátt í hlaupinu, en keppnin er bæði einstaklings- og liðakeppni. Hlaupararnir koma frá 40 löndum víðs vegar um heiminn og eru 302 keppendur sem taka þátt, 172 karlar og 130 konur.

Utanvegahlaup eru hlaupin utan malbiks og því geta stígarnir sem hlaupið er á verið af ýmsum toga, grýttir, hæðóttir og ójafnir, en oftast er hlaupið upp heilu fjöllin. Hlaupaleiðin að þessu sinni er 85 km með 4680 km hækkun, en þess má geta að það eru 3 km upp að Steini á Esjunni og er hækkunin þangað er 600 hæðarmetrar.

Fyrir áhugasama bendum við á að hægt er að fylgjast með strákunum á Facebook síðu þeirra hér

Við óskum þessum öflugu ofurhlaupurum góðs gengis í keppninni.

Utanvegahlauparar