Fréttir


Fréttir

Gildi uppbyggingar flutningskerfis

10.9.2013

EFLA verkfræðistofa hefur í samvinnu við Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, tekið saman skýrslu þar sem reynt er að meta það hversu mikils virði það er fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu flutningskerfis raforku.
  • Búrfellsvirkjun

Borin eru saman tvö tilvik þar sem annað er óbreytt núverandi flutningskerfi - með stöðugt meiri takmörkunum á flutningi raforku þegar fram líða stundir- og hins vegar kerfi án flutningstakmarkana. Þjóðhagslegur kostnaður vegna þess að kerfið annar ekki notkuninni og vegna breytilegs rekstrarkostnaðar, svo sem vegna tapa, er metinn í báðum tilvikum og ávinningur af uppbyggingu kerfisins síðan mismunur á milli kostnaðarins í þessum tveimur leiðum. Frekari upplýsingar er að finna í skýrslunni.

Skýrsla á PDF