Fréttir


Fréttir

Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni

7.4.2014

EFLA verkfræðistofa tók að sér hönnun og ráðgjöf við uppsetningu á kæli- og frystikerfi í þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni í Borgarnesi.
  • Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni Borgarnesi

Kæli og frystikerfi fyrir þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni í Borgarnesi.

Verkefnið fól í sér hönnun á kæli- og frystikerfi fyrir matvæli og annan varning í kæli- og frystiklefum ásamt öðrum frístandandi gólfkælum.

Kæli- og frystikerfi virka líkt og öfug varmadæla en kerfin draga til sín varma úr kælirýmum og losa sig við varmann út í andrúmsloftið alla jafnan með loft- eða vatnskælingu. Í tilfelli þjónustustöðvar N1 er varmi frá kerfunum nýttur til snjóbræðslu á bílaplani og gangstéttum við inngang húsnæðisins.

Kerfin voru gangsett fyrir sumarið 2013 og hafa glatt viðskiptavini N1 sem stoppað hafa í Hyrnunni til að svala þorstanum með ísköldum drykkjarföngum.

n1 1