Fréttir


Fréttir

Tillaga í alþjóðlegri samkeppni um Kársnes vakti athygli

15.8.2016

Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, er einn af höfundum vísindagreinar sem birt var nýverið í alþjóðlega vísindatímaritinu "Agriculture, Ecosystems and Environment." Greinin nefnist "Soil indicators for sustainable development: A transdisciplinary approach for indicator development using expert stakeholders" og fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskóla Íslands á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg.
  • Kársnes

EFLA ásamt Basalt Arkitektum skipuðu teymi sem tók þátt í samkeppninni. Samkeppnin var í tveimur fösum, og var öllum opið að senda inn tillögu í fyrsta fasa, en alls bárust 19 tillögur fyrir Kársnesið. Fjórar tillögur voru síðan valdar af dómnefnd til að halda áfram í öðrum fasa. Tillaga EFLU og Basalt Arkitekta „Harbouring Life" var ein af þeim fjórum sem komst áfram á seinni fasa keppninnar. Úrslitin í samkeppninni voru tillkynnt í byrjun júní og var tillagan "Spot On Kársnes" valin hlutskörpust.

Allar fjórar tillögurnar sem komust áfram í seinni fasa var heimilt að senda tillögurnar sínar til Nordic Built Cities þar sem tillögur fyrir hin svæðin á Norðurlöndunum keppa um heildarsigurvegara keppninnar. EFLA og Basalt Arkitektar sendu tillöguna sína inn og verður niðurstaðan tilkynnt í september.

Á vegum Nordic Built Cities hefur verið settur fram sáttmáli sem m.a. EFLA og Basalt Arkitektar hafa skrifað undir þar sem lýst er yfir að öll hönnun er byggð á sjálfbærum lausnum og með því séu gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að geta lagt fram samkeppnishæfar hugmyndir að sjálfbæru byggðu umhverfi sem gagnast notendum og byggingariðnaðinum. Tillaga teymisins var því byggð á þessum sáttmála sem setur fram 10 boðorð/leiðarljós til að tryggja að hönnun sé sjálfbær og að hannað sé fyrir fólkið sem mun búa eða dvelja á svæðunum. Mikil áhersla var lögð á sáttmálann í samkeppnisgögnunum en einnig þverfaglega vinnu ólíkra aðila. ?Harbouring Life" var samvinna ólíkra fagaðila innan EFLU og Basalt Arkitekta en einnig var haft vítækt samráð við íbúa og atvinnurekendur á Kársnesinu sem og fleiri aðila sem höfðu sérþekkingu á ákveðnum málefnum eins og frumkvöðlastarfsemi svo eitthvað sé nefnt.

Þeir starfsmenn EFLU sem voru í teyminu voru Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Eva Dís Þórðardóttir og Bryndís Friðriksdóttir en fleiri starfsmenn EFLU komu að tillögunni, bæði í fyrsta og öðrum fasa.

Tillaga EFLU og Basalt Arkitekta

Á vefsíðu Kópavogsbæjar má sjá umsögn dómnefndar um tillögurnar fjórar sem komust í annan fasa

20160803 Harbouring-Life 1 minniMyndirnar eru af tillögu EFLU og Basalt Arkitekta.

20160803 Harbouring-Life 2 minniMyndirnar eru af tillögu EFLU og Basalt Arkitekta.