Fréttir


Fréttir

Tilnefning til alþjóðlegra verðlauna

14.10.2010

Fyrsta sérhannaða byggingin undir eina af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðsins er risin og komin í rekstur að Skriðuklaustri. Hún hlaut nafnið Snæfellsstofa og hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe arkitektarverðlauanna.
  • Gestastofa að Skriðuklaustri

Byggingin hefur verið tilnefnd sem eitt af fimm íslenskum verkefnum til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna. Arkitektastofan ARKÍS í Reykjavík sá um byggingarhönnun hússins undir forystu Birgis Teitssonar en EFLA um alla verkfræðihönnun, aðra en rafhönnun.

EFLA sá enn fremur um undirbúning fyrir vistvæna BREEAM-vottun mannvirkisins (það fyrsta þeirrar tegundar hér á landi) og er vottunarferlið hafið.

cimg0786