Tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna
Í verkefninu er reiknað út kolefnisspor fyrir flutningaferil kældra sjávarafurða frá Íslandi á markað í Evrópu með aðferðafræði vistferilsgreiningar (e. Life Cycle Assessment), bæði í lofti og á sjó. Kristrún Gunnarsdóttir nemandi í byggingarverkfræði við HÍ er líka meðal þeirra 20 nemenda sem mun keppa um Nýsköpunarverðlaunin. Verkefnishugmyndin varð til innan Viðskiptaþróunarsviðs EFLU og fjallar um nýstárlega aðferð við að meta umhverfistengdan kostnað jarðhitavirkjana á algjöru frumstigi slíkra verkefna. Verkefnið heitir: Umhverfiskostnaður jarðvarmavirkjana. Bætt fjárfestingar- og rekstrarlíkan. Viðskiptaþróunarsviðið og Umhverfissvið EFLU hafa verið Gyðu og Kristrúnu til halds og trausts við vinnuna að verkefnunum.