Fréttir


Fréttir

Umhverfi og iðnaður opinn fundur

30.4.2015

Í dag tekur EFLA þátt í opnum kynningarfundi um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga.
  • Yfirlitsmynd Grundartanga í Hvalfirði



Í dag tekur EFLA þátt í opnum kynningarfundi um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga. Þar mun Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur, starfsmaður EFLU kynna niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir árið 2014. Einnig munu fulltrúar Kratus, GMR, Norðuráls og Elkem flytja erindi um starfsemi og mengunarvarnir fyrirtækjanna.

Síðastliðin fimm ár hefur EFLA tekið saman niðurstöður þeirra sérfræðinga sem hafa komið að umhverfisvöktuninni og má finna þær skýrslur á heimasíðu Umhverfisstofnunar.