Fréttir


Fréttir

Umhverfisfyrirtæki ársins valið

18.10.2017

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent 12. október síðastliðinn og var Icelandair hótel valið umhverfisfyrirtæki ársins. 

Í rökstuðningi dómnefndar var m.a. fjallað um að fyrirtækinu hefði tekist vel að samþætta umhverfisstefnu í allri sinni starfsemi, innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála.

Þá fékk Landsnet verðlaun fyrir umhverfisframtak ársins á sviði loftslagsmála fyrir snjallnet á Austurlandi. Verkefnið fól í sér þróun á sjálfvirkri stýringu á raforku­afhendingu fyrir fiskimjölsverksmiðjur á Austurlandi ásamt álagsstýringum í álverum.

EFLA ráðgjafi við innleiðingu

EFLA veitti ráðgjöf við uppbyggingu og innleiðingu umhverfisstjórnunar hjá Icelandair Natura, sem var fyrirmynd umhverfisstjórnunar á öllum hótelum samsteypunnar.

Við óskum Icelandair hótelum og Landsneti til hamingju með verðlaunin og hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka á sviði umhverfismála.