Fréttir


Fréttir

Umhverfismál og moltugerð hjá EFLU

5.7.2016

EFLA sýnir ábyrgð í umhverfismálum og hefur sett skýr markmið um að draga úr magni úrgangs sem fellur til hjá fyrirtækinu og auka endurvinnslu.
  • Moltugerð

Umhverfismarkmið fyrir árið 2016 fela meðal annars í sér að minnka notkun á pappír, minnka kolefnisspor og að 90% úrgangs fari í endurvinnslu eða endurnýtingu.

Moltugerð og sérhannaður mælibúnaður

Einn liður í umhverfismálunum er að breyta lífrænum úrgangi sem fellur til hjá höfuðstöðvum EFLU í moltu, en molta er öflugur áburður í ræktun. Hafist var handa í ársbyrjun 2016 að safna öllu lífrænu efni frá kaffistofum, ásamt kaffikorgi og efnin losuð í plastker.

Það eru öflugir starfsmenn af umhverfissviði EFLU sem sjá um moltugerðina, en í því felst m.a. að safna, vigta og skrá lífrænu efnin, losa í söfnunarkerin, sigta efnið og gera tilbúið til afhendingar.

Þá má geta þess að einn af starfsmönnunum, Ragnar Örn Davíðsson, hannaði sérstakan mælibúnað til að fylgjast með hitastiginu í moltukössunum og sendir búnaðurinn reglulega mælingarnar í snjallsíma. En eitt af lykilatriðinu við moltugerð er að loftun, hita- og rakastig í kerjunum haldist við kjöraðstæður og þar koma mælarnir að góðum notum.

Nýting og magn moltu

Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur EFLA safnað 1,2 tonnum af lífrænum úrgangi sem hefur skilað 920 kg af moltu. Starfsmenn EFLU njóta afrakstursins og geta tekið með sér moltu heim. Þar kemur moltan til margra góða nota og er öflugur jarðvegsbætir í alla ræktun, m.a. á grasflatir, í gróðurbeð, við tré og skógarplöntur eða í blómapottana.

Umhverfis- og öryggisstefna EFLU