Fréttir


Fréttir

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2014

3.6.2015

EFLA verkfræðistofa hefur frá árinu 2006 unnið að gagnaúrvinnslu og textagerð fyrir umhverfisskýrslu Landsvirkjunar og séð um rýni hennar frá árinu 2010.
  • Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2014

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 2014 er nú komin út og er þetta annað árið í röð sem hún er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Markmið skýrslunnar er að kynna stefnu og starfsemi Landsvirkjunar í umhverfismálum á opinberum vettvangi og þannig auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum, rannsóknir á auðlindum og umhverfi og umhverfisbókhald þessa mikilvæga fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar.

Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hefur markað sér umhverfisstefnu og leggur áherslu á að greina umhverfisáhrif starfseminnar og draga markvisst úr þeim. EFLA hefur verið einn af aðalráðgjöfum Landsvirkjunar varðandi umhverfisstjórnun fyrirtækisins.

Skýrsluna má nálgast á www.landsvirkjun.is/umhverfisskyrsla2014