Fréttir


Fréttir

Umhverfisverðlaun ferðamálastofu 2014

4.11.2014

Icelandair Hótel Reykjavík Natura er handhafi umhverfisverðlauna Ferðamálastofu fyrir árið 2014. EFLA sá um ráðgjöf við innleiðingu vottaðrar umhverfisstjórnunar skv. ISO 14001 hjá fyrirtækinu en Reykjavík Natura fékk vottunina árið 2012.
  • Umhverfisverðlaun ferðamálastofu 2014

Starf hótelsins í þágu umhverfis og samfélags er mjög vel skipulagt, einkar vel hefur verið staðið að kynningu og mörg verkefnin eru frumleg og framsýn. Sem dæmi um það má nefna að gestir hótelsins fá strætókort án endurgjalds til að auðvelda þeim vistvænar ferðir innanbæjar. Hótelið uppfyllir öll viðmið umhverfis¬verðlauna Ferðamálastofu og þar er unnið markvisst og metnaðarfullt umhverfis¬starf. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er þetta því 20. árið í röð sem verðlaunin eru veitt.

EFLA hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum að innleiðingu vottaðrar umhverfisstjórnunar skv. alþjóðlega staðlinum ISO 14001. Má þar nefna fyrirtæki í ferðaþjónustu auk Icelandair Hótel Natura, Bílaleigu Akureyrar sem eru handhafar umhverfisverðlauna Ferðamálastofu fyrir árið 2013 og Hópbílar sem fengu verðlaunin árið 2006. Önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu og akstri sem hlotið hafa vottaða umhverfisstjórnun með aðstoð EFLU eru; Hagvagnar og Kynnisferðir, í orkugeiranum; Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun, framleiðslu- og iðnfyrirtæki; Össur, Borgarplast, Becromal, Elkem og Norðurál og þjónustufyrirtækin; N1 og Ræstingaþjónstan auk EFLU verkfræðistofa. Kröfur og metnaður hefur aukist umtalsvert á þessu sviði og eru fjölmörg önnur fyrirtæki að undirbúa innleiðingu markvissrar umhverfisstjórnunar.

reykjavik NaturaMynd af Reykjavík Natura fengin af vef hótelsins