Fréttir


Fréttir

Undirritun rammasamnings

22.11.2019

EFLA undirritaði í gær rammasamning um verkfræðiráðgjöf við Landsnet. Samningurinn snýr að kaupum á þjónustu ráðgjafa er varða verkhönnun, útboðshönnun og verkeftirlit við uppbyggingu og endurnýjun á flutningsmannvirkjum Landsnets.

  • Landsnet og EFLA
    Landsnet og EFLA undirrituðu rammasamning á dögunum.

Auk EFLU undirritaði Landsnet rammasamning við Hnit, Mannvit, Verkís, VSÓ, Nordconsult og Verkfræðistofu Reykjavíkur.

EFLA var metin tæknilega hæf í öllum flokkum útboðsins. Fyrstu verkefnin undir samningnum eru þegar hafin, sem dæmi má nefna útboðshönnun á nýrri 220 kV háspennulínu á Norðausturlandi, Hólasandslínu 3 sem EFLA fékk eftir útboð innan rammasamnings.

Góður árangur í útboði sem þessu byggir á áralangri reynslu EFLU af hönnun flutningsmannvirkja á Íslandi og af verkefnum víða um heim svo sem í Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Póllandi, Finnlandi, Frakklandi og víðar. Undir þessu öfluga starfi hjá EFLU stendur stór hópur tæknifólks sem starfar ýmist á Íslandi eða dótturfélögum EFLU í Noregi, Svíþjóð og Póllandi.

Landsnet og EFLAÁ myndinni má sjá fulltrúa EFLU, þau Guðmund Þorbjörnsson framkvæmdastjóra EFLU og Sunnu Björg Reynisdóttur, ásamt fulltrúum frá Landsneti, Hnit, Mannvit, Verkís og Nordconsult.