Fréttir


Fréttir

Uppbygging á miðbæjarskipulagi Akureyrar

14.12.2020

Akureyrarbær hefur tilkynnt tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. EFLA, ásamt samstarfsaðilum, hefur sinnt ráðgjöf um skipulagsmál í verkefninu. 

  • Nýr miðbær Akureyrar
    Lögð hefur verið fram breytingartillaga á miðbæjarskipulagi Akureyrar. Líkanmynd: Kollgáta.

Undanfarið hefur verið unnið að tillögum að breytingu á miðbæjarskipulagi Akureyrarbæjar og voru tillögurnar kynntar á rafrænum íbúafundi fimmtudaginn 10. desember og í framhaldinu óskað eftir ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Horft er til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst en tillagan byggir á niðurstöðum þverpólitísks stýrihóps með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. 

Vistvænn og lifandi miðbær

Markmið tillögunnar er að styrkja miðbæinn með aukinni áherslu á lifandi og vistvænan miðbæ fyrir alla. Þá er fyrirhugað að nýta betur opið landrými á milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum.

EFLA, ásamt Landslag og Kollgátu, unnu að gerð tillögunnar en starfsmenn EFLU bæði á Akureyri og í Reykjavík komu að verkefninu. 

Nýr miðbær Akureyrar
Skipagata og nýr vestur/austur gönguás. Líkanmynd: Kollgáta

Sjá einnig umfjöllun

Frétt á RÚV
Frétt á Mbl