Fréttir


Fréttir

Uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði

5.9.2016

Framkvæmdir við byggingu uppsjávarfrystihúss ESKJU á Eskifirði miðar vel áfram og er nú þegar búið að reisa stálgrind hússins og klæðningar eru langt komnar
  • Uppsjávarfrystihús Eskju

ESKJA, sem er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins er að byggja upp uppsjávarvinnslu á Eskifirði til að geta fryst uppsjávarfisk í landi og fært þar með frystingu frá sjó yfir í land.

EFLA sér um alla byggingarhönnun og aðaluppdrætti ásamt því að sjá um samræmingu og ráðgjöf til verktaka. Undirbúningur við verkið byrjaði í nóvember 2015 og verklegar framkvæmdir við bygginguna hófust fljótlega eftir áramót. Uppsjávarfrystihúsið, sem er staðsett við verksmiðju ESKJU að Leirubakka, verður um 7000 m2 stálgrindarhús en að hluta til steypt.

Áætlað er að verkinu ljúki seinni partinn á árinu og stefnir ESKJA á að frysting uppsjávarfisks hefjist á þeim tíma.

Aðrir samstarfsaðilar við framkvæmdirnar eru Skaginn á Akranesi, Kælismiðjan Frost og Rafeyri á Akureyri ásamt VHE á Austurlandi.