Fréttir

Uppsteypu lokið við yfirfall Djúpadalsvirkjunar 2

19.5.2009

Nýlega lauk steypuvinnu við yfirfall stíflu Djúpadalsvirkjunar 2, en Efla verkfræðistofa hannaði mannvirkið.

  • Djúpadalsvirkjun

Eigandi virkjunarinnar er Fallorka ehf., en Efla annaðist verkfræðiráðgjöf við hönnun stíflu virkjunarinnar í samvinnu við Verkfræðistofu Norðurlands.

Yfirfallsmannvirkið samanstendur af 9 m háu straumlínulöguðu yfirfalli og rúmlega 13 m háum stoðveggjum sem mynda rás í jarðvegsstífluna.

Lögun yfirfallsins ræðst af straumfræðilegum kröfum um að lagstreymi viðhaldist við hámarks flæði, sem svarar til um 2 m yfirhæðar á vatnsborði miðað við hápunkt yfirfalls.

Stoðveggirnir eru ofan yfirfallsins grundaðir á fyllingu, en neðan yfirfallsins á klöpp og eru þar rúmir 13 m á hæð þar sem mest er.

Það er óvenju mikil hæð fyrir stoðvegg af þessu tagi, því var valið að setja þverrif (e. counterfort) á veggina neðan yfirfalls og láta veggina bera sig lárétt á milli þverrifja.

Til að tryggja stöðugleika veggjana eru þverrifin fest við klöppina með bergboltum, en þannig var unnt að minnka til muna umfang undirstöðuplötu veggjana og einfalda járnabendingu þeirra.